Caution: JavaScript execution is disabled in your browser or for this website. You may not be able to answer all questions in this survey. Please, verify your browser parameters.

Könnun á vinnutengdri heilsu og virkni (IS)

 

Kæri þátttakandi!

 

Okkur langar að bjóða þér að taka þátt í rannsókn á hugsunum, tilfinningum og hegðun sem tengjast starfinu þínu. Verkefnið er samstarfsverkefni yfir 60 þjóða og verkefnastjóri þess á Íslandi er Ragna B. Garðarsdóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, en ásamt henni koma tveir meistaranemar að rannsókninni hérlendis, þær Melkorka Arnarsdóttir og Snædís Gígja Snorradóttir. Verkefnið er unnið undir forystu Dr. Edyta Charzyńska frá háskólanum í Slesíu í Katowice, Póllandi, og Dr. Paweł Atroszko frá háskólanum í Gdańsk í Póllandi. Rannsóknin verður gerð samtímis í yfir 60 löndum frá 6 heimsálfum og hefur hlotið styrk frá National Science Center í Póllandi. Rannsóknin hefur hlotið leyfi Vísindasiðanefndar nr VSN-22-112.

Þú getur tekið þátt í þessari rannsókn ef þú uppfyllir eftirfarandi skilyrði:

  • Þú býrð á Íslandi og hefur íslenskan ríkisborgararétt.
  • Þú ert 18 ára eða eldri.
  • Þú vinnur hjá fyrirtæki sem hefur að minnsta kosti 10 starfsmenn.
  • Þú hefur unnið hjá núverandi vinnuveitanda í að minnsta kosti eitt ár.
  • Þú ert í fullu starfi.

Það tekur um 15-20 mínútur að svara könnuninni, sem er nafnlaus.

Vinsamlegast svaraðu spurningalistanum eftir bestu getu. Engin svör eru rétt eða röng. Það skiptir okkur aðeins máli að þú svarir á þann hátt sem endurspeglar best hugsanir þínar og tilfinningar.

Í þakklætisskyni fyrir svör þín sýnum við þér niðurstöðurnar þínar eftir að þú hefur lokið við spurningalistann. Niðurstöðurnar gætu veitt þér mikilvægar og nytsamlegar upplýsingar um sjálfa/n þig, hegðun þína og sérstaklega virkni þína í vinnunni. Það gæti einnig hjálpað þér að öðlast betri innsýn í styrkleika þína og veikleika. Þó er mikilvægt að taka fram að niðurstöðurnar þínar eru aðeins vísbending en ekki sálfræðilegt mat eða greining.

 

 Ragna B. Garðarsdóttir

prófessor við Sálfræðideild Háskóla Íslands, ábyrgðarmaður rannsóknarinnar á Íslandi

Melkorka Arnarsdóttir og Snædís Gígja Snorradóttir

meistaranemar í klínískri sálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands

Þessi könnun er nafnlaus (órekjanleg)

The record of your survey responses does not contain any identifying information about you, unless a specific survey question explicitly asked for it.

If you used an identifying access code to access this survey, please rest assured that this code will not be stored together with your responses. It is managed in a separate database and will only be updated to indicate whether you did (or did not) complete this survey. There is no way of matching identification access codes with survey responses.